umhverfisfradi

upprifjun fyrir prof i umhverfisfradi sett saman ur gomlum moodle verkefnum

published on May 17, 20161 response 0
Next »
1/25

IMO er Alþjóða Siglingamálasofunin og er ein af undirstofnunum Sameinuðu Þjóðanna.

rétt
rangt
2/25

Á undanförnum áratugum hafa áhyggjur af dreifingu lífvera milli hafsvæða með notkun kjölfestuvatns í

skipum reynst ástæðulausar

rett
rangt
3/25

Súrnun sjávar getur haft áhrif á ýmis lífeðlisfræðileg ferli í lífverum en dýr og þörungar sem mynda kalk eru í mikilli hættu.

rett
rangt
4/25

Vegna aukningar CO2 í andrúmsloftinu gleypir sjórinn aukið magn CO2 og við það verða efnaskipti sem breyta pH gildi sjávar og lækkar kalkmettun sjávar.

rett
rangt
5/25

Ofauðgun er hugtak notað í umhverfisfræði um ástand sem skapast þegar jafnvægi í vistkerfi er raskað með ofgnótt næringarefna sem veldur því að lífverur geta vaxið hömlulaust.

Ofauðgun er ekki talin vera mengun.

rett
rangt
6/25

Aukning gróðurhúsalofttegunda í andrúmslofti hefur ekki áhrif til að hækka hita lofthjúpsins þar sem fleiri agnir eru til þess að gleypa í sig geislana og endurkasta þeim

rett
rangt
7/25

Ósonlagið er sólhlíf jarðarinnar. Það verndar menn, dýr og gróður gegn skaðlegri útfjólublárri geislun frá sólu. Aukning útfjólublárra geisla við yfirborð jarðar veldur hærri tíðni húðkrabbameins og getur einnig hækkað tíðni augnskaða, veikt ónæmiskerfi manna og dýra og dregið úr vexti plantna á landi og í sjó

rett
rant
8/25

Fræðimenn eru nokkurn veginn sammála um að það sem veldur hækkun á hitastigi jarðar sé aukning á styrk svokallaðra gróðurhúsalofttegunda. Sú lofttegund sem leikur hér lykilhlutverk er koltvíoxíð (CO2)

rett
rangt
9/25

Merkið við rétt

Hint: 3 choices
1. Heimilt er að losa sorp frá skipum og óvinnsluhæfan rekstrarúrgang í hafið innan þriggja sjómílna frá grunnlínu landhelginnar
2. Þeim sem annast dreifingu og sölu á olíu er skylt að taka við olíuúrgangi frá skipum
3. Olíublandað fráveituvatn sem losað er í sjó skal leitt um olíuskilju sem uppfyllir gildandi staðla
4. Olíumagn blöndu við útrás skal að hámarki vera 15 hlutar í 1.000.000 hlutum blöndunnar
10/25

Hvað er átt við með hugtakinu „Sjálfbær Þróun"

a.
Sjálfbær þróun er þróun sem fullnægir þörfum samtíðarinnar án þess að skerða möguleika komandi kynslóðatil að fullnægja sínum þörfum.
b.
Eitthvað sem ber sjálft sig uppi sem dæmi stoð eða stytta.
c.
Merkingar laust orð notað í stofnanamáli til að skreytingar.
d.
Engin liður réttur
11/25

Gróðurhúsaáhrif merkið við rétt.

Hint: 2 choices
1. An þeirra vari mun kaldara á jordinni en nu er og meðalhiti lagri, Þessi nátturulegu ahrif eru þannig forsenda fyrir lifi á jorðinni í nuverandi mynd.
2. Ekkert svar er rett.
3. Margar grodurhusalofttegundir sem berast ut í andrumsloftið af manna völdum hafa þar langa viðdvöl og hafa áhrif á veðurfar í áratugi og jafnvel aldir eftir að þeim er sleppt út í umhverfið.
4. Hugtak sem lýsir hjátrú og hindurvitnum
12/25

Ísland er aðili að Hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna sem er eins konar stjórnarskrá hafsins. Þá er landið aðili að MARPOL-samningnum (e. The International Convention for the Prevention of Pollution from Ships) .

rett
rangt
13/25

Ísland á aðild að sjö öðrum alþjóðasamningum á þessu sviði,(Varðandi málefni sjófarenda) þ.e. samningum um íhlutun á úthafi, einkaréttarlega ábyrgð, mengunarbótasjóð, viðbúnað við bráðamengun, verndun Norðaustur-Atlantshafsins, svokölluðum Lundúnasamningi og Kaupmannahafnarsamkomulagi.

rett
rangt
14/25

Koltvísýringur sem einnig er nefndur koltvíoxíð og koltvíildi, er lofttegund sem hefur á síðustu árum vakið meiri athygli en ætla mætti af því hve sáralítið er af henni í andrúmsloftinu, en hlutfall koltvíoxíðs af rúmmáli lofthjúpsins er einungis 0,037%.

rett
rangt
15/25

Koltvíoxíð er mikilvæg gróðurhúsalofttegund og hefur áhrif á geislunarjafnvægi í lofthjúpnum með því að draga í sig langbylgjugeislun.

rett
rangt
16/25

Merkið við rétt.

Hint: 2 choices
a. Hvorugt er rétt
b.
Öll losun olíu eða olíukenndrar blöndu í sjó óheimil frá sérhverju skipi, nema þegar olíumagnið í óútþynntri blöndunni, sem losað er í sjóinn er ekki meira en 15 hlutar í milljón. (15 hím)
c. Sérhvert skip, annað en olíuflutningaskip, sem er minna en 400 brúttótonn, skal eins og við verður komið þegar það er ekki statt á sérhafsvæði, hafa búnað til að geyma olíuleifar um borð og til að losa þær til móttökustöðva í landi eða í sjóinn
17/25

Merkið við rétt. Hvað er átt við?

Staðlað tengi fyrir losun

1. Ekker svar rétt
2.
Til að unnt sé að tengja lagnir móttökustöðva í landi við losunarlögn fyrir leifar frá austri vélarúma, skulu báðar lagnirnar búnar stöðluðu tengi fyrir losun
3.
Til að unnt sé að tengja lagnir við sjólagnir um borð í skipinu sjálfu þá skulu lagnirnar búnar stöðluðu tengi.
18/25

Skilgreinið " augnablikshlutfall losunar á blöndu sem inniheldur olíu"

a. Hér er átt við hlutfall losaðrar olíu í tonnum á klukkustund á sérhverju augnabliki deilt með hraða skipsins í hnútum á sama augnabliki.
b.
Hér er átt við hlutfall losaðrar olíu í lítrum á klukkustund á sérhverju augnabliki deilt með hraða skipsins í hnútum á sama augnabliki.
c. Hér er átt við hlutfall losaðrar olíu í lítrum á klukkustund á sérhverju augnabliki deilt með hraða skipsins í km á klst á sama augnabliki.
19/25

Með tilkomu Hafréttarsamnings Sameinuðu þjóðanna árið 1982 varð til í fyrsta sinn heildstæður þjóðréttarsamningur á sviði hafréttar

rett
rangt
20/25

Mengun hafsins .

Merkið við rétt.

a. Hluti er vegna reksturs skipa
b. Hluti er úrgangsefni sem varpað er í hafið
c. Hluti er loftborin mengun (með ryki, úrkomu eða efni eða efnasambönd sem gufað hafa upp)
d. Hluti er vegna frárennslis frá landi (frá almennum fráveitum, frárennsli frá fyrirtækjum eða afrennsli af landi)
21/25

Svokölluð lífmögnun er.

a. Aðferð sem kraftlyftingarmenn nota við upphitun.
b. Ofgnótt næringarefna er eitt dæmið en menn hafa einnig miklar áhyggjur vegna þrávirkra lífrænna efna (til dæmis PCB og ýmissa varnaðarefna) og þungmálma (til dæmis kvikasilfurs). Þessi efni geta lífmagnast, það er safnast upp í lífkeðjunni og náð háum og skaðlegum styrk í lífverum sem eru ofarlega í fæðukeðjunni. hj
c. Lífmögnun á sér stað þegar styrkur í efri þrepum fæðuvefsins er hærri en í þeim neðri og þá er oft miðað við fituinnihald lífvera.
d. Engin liður er réttur.
22/25

Þrávirk lífræn efni til dæmis PCB og ýmisir þungmálmar til dæmis kvikasilfur hafa skaðleg áhrif í náttúrunni.

a. Kvikasilfur er skaðlaust fyrir náttúruna
b. Hættan er sérstaklega mikil á norðlægum slóðum og eru dæmi um að slík efni hafi fundist í spendýrum á norðurhjara, þar með talið ísbjörnum og mönnum. Sum þessara mengunarefna eru krabbameinsvaldandi og geta haft áhrif á æxlunarhæfni lífvera.
c. Engin liður réttur
23/25

Styrkur kadmíns við sterndur Íslands með því hæsta sem mælist. Ástæður þess eru ekki að fullu þekktar, en talið er að þetta eigi sér náttúrlegar skýringar, til dæmis jarðfræðilegar (eldvirkni), frekar en að um sé að ræða mengun af mannavöldum, þar sem engar þekktar uppsprettur af mannavöldum eru fyrir hendi. Því til stuðnings má benda á að mælingar í mosa sýna að hár kadmínstyrkur fylgir þeim svæðum sem liggja á gosbeltinu sem liggur þvert yfir landið frá suðvestri til norðausturs.

rett
rangt
24/25

Ofgnótt næringarefna í sjó getur valdið offjölgun þörunga

rett
rangt
25/25

Sum mengunarefni berast langar vegalengdir með vindum eða straumum. Alþjóðlegt samstarf er því sérstaklega mikilvægt í baráttunni gegn mengun hafs og stranda.

rett
rangt